Einn bíll kom til landsins

Innflutningur til landsins hefur minnkað verulega mikið á síðustu vikum. Lýsandi dæmi um þetta er að einungis einn bíll kom til landsins með Eimskip í síðustu viku.

Pálmar Óli Magnússon, framkvæmdastjóri millilandasviðs hjá Samskipum, segir samdráttinn mælast í tugum prósenta og svipað hljóð er í Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Eimskip. Hins vegar stendur útflutningur nokkurn veginn í stað þessa dagana eða eykst lítillega ef eitthvað er. Eitthvað hefur borið á útflutningi bifreiða, en að sögn Heiðrúnar bíða margir þess að gjöld eða skattar á þessum bílum verði lækkaðir eða afnumdir, til að greiða fyrir útflutningi.

Samskip fækka siglingum

Samskip tilkynntu í gær um fækkun ferða. Akrafellið fer í verkefni utan Íslands. Hvassafell heldur þó áfram áætlunarsiglingum milli Reyðarfjarðar, Kollafjarðar í Færeyjum, Rotterdam og Immingham á Bretlandseyjum en skipið hættir að hafa viðkomu í Reykjavík. Pálmar Óli segir ekki koma til uppsagna vegna þessa. Eimskip fór í svipaðar aðgerðir í sumar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert