Ekki tilefni til að mæla með aukningu þorskkvótans

Engin ný gögn liggja fyrir um ástand þorskstofnsins sem gefa Hafrannsóknastofnuninni tilefni til að mæla með aukningu þorskkvótans. Þetta segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri stofnunarinnar.

Vegna efnahagskreppunnar hefur verið þrýst á Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótann. Nú síðast gerði Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, að tillögu sinni að þorskkvótinn yrði aukinn um 30 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári, úr 130 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn.

Jóhann telur að árangri verði stefnt í hættu með svo miklum afla og athuganir sýni að langtímaáhrif slíkrar aflaaukningar geti verið veruleg, jafnvel þótt farið verði síðan eftir 20% aflareglunni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert