Engin ný gögn liggja fyrir um ástand þorskstofnsins sem gefa Hafrannsóknastofnuninni tilefni til að mæla með aukningu þorskkvótans. Þetta segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Vegna efnahagskreppunnar hefur verið þrýst á Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótann. Nú síðast gerði Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, að tillögu sinni að þorskkvótinn yrði aukinn um 30 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári, úr 130 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn.