Veðurstofan spáir vestan og suðvestan 8-15 metrum á sekúndu á landinu í dag, en 15-20 m/s á annesjum fyrir norðan. Víða verður léttskýjað eða bjartviðri. Síðdegis lægir og þykknar upp í kvöld, fyrst vestantil. Hiti verður 3-10 stig.
Suðaustan 5-10 m/s og rigning eða súld verður í nótt og á morgun, en þurrt að mestu austanlands fram eftir morgni. Suðlægari og skúrir síðdegis á morgun.