Ísland þarf fyrst að leysa úr sínum málum

Mismunandi leiðir eru færar verði tekið upp samstarf við önnur myntsvæði í peningamálum, t.d. norsku krónuna. Ein væri sú að taka upp samstarf við norska seðlabankann í peningamálum. Líka væri hægt að tengja íslensku krónuna við þá norsku og hafa þá stuðning norska seðlabankans til að verja gengið. 

„Ég tel frekar ólíklegt að Íslendingar velji að taka upp norska krónu. Ég tel að það væri heppilegra fyrir Ísland að taka upp evru,“ segir norski hagfræðingurinn Harald Magnus Andreassen, en hann hefur kynnt sér íslenskt efnahagslíf. Andreassen bendir m.a. á norska krónan sé að hluta tengd olíuverði, en það sé íslenska efnahagskerfið ekki.

„Vandinn er þó sá að þið komist ekki í evruklúbbinn fyrr en þið hafið verið með litla verðbólgu, stöðugan gjaldmiðil og ríkisfjármálin í lagi í allnokkur ár. Ekkert þessara atriða er í lagi,“ segir hann.

Norðmenn gætu samþykkt gjaldmiðilssamstarf við Íslendinga. Þá yrði Ísland hins vegar að fylgja vaxtamarkmiðum Norðmanna, svo dæmi sé nefnt.

„Þetta er mögulegt en ég tel að þetta sé frekar ólíkleg lausn.“

Skuldir Íslendinga erlendis séu himinháar, bankarnir skuldi gríðarlega mikið. Fyrr en Íslendingar ákveði hvernig taka eigi á þessum málum sé gjaldmiðilssamstarf við annað land ekki inni í myndinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert