Níu sagt upp hjá Enex

Erfitt er um vik í rekstri Enex, sem sérhæfir sig …
Erfitt er um vik í rekstri Enex, sem sérhæfir sig m.a. í gerð jarðvarmavirkjana. Rax Ragnar Axelsson

Orkufyrirtæki Enex hefur sagt upp tæplega helmingi starfsmanna sinna. Þar störfuðu um 20 manns en níu fengu uppsagnarbréf nú um mánaðamótin. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Þar var haft eftir Þór Gíslasyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að erfitt sé um vik í rekstrinum eftir fall krónunnar, þar sem helmingi minna fáist fyrir þær krónur sem fyrirtækið hefur til fjárfestinga. Auk þess sé mjög þröngt um lánsfé á markaði.

Þór reiknar með að Enex haldi yfirstandandi verkefnum sínum áfram. Enex hefur sérhæft sig í jarðvarma og vatnsaflsvirkjunum og starfar víða um heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert