Reykjavík íhugar framkvæmdir

Reykjavíkurborg íhugar nú að fara í mannaflsfrekar framkvæmdir á næstunni til að bregðast við samdrættinum í byggingariðnaði. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að boðað hafi til fundar með Samtökum iðnaðarins eftir helgi til að fara yfir stöðuna.

Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, sagði við Útvarpið, að Reykjavíkurborg ætli að gera það sem í hennar valdi stendur til að halda uppi atvinnustigi. Ekki sé endilega verið að huga að því að setja aukna fjármuni í framkvæmdir heldur að hugsa málin á annan hátt. Ætlunin sé að breyta forgangsröð í framkvæmdum og fara í mannaflsfrekar framkvæmdir, sem kalla ekki á aukinn rekstur borgarinnar til skamms tíma.

Þannig sé hægt að fara í nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og einnig komi til greina auknar framkvæmdir í skólakerfinu. Í nokkrum skólum sé kennsla og starfsemi í bráðabirgðahúsnæði og vel komi til greina að byggja skóla við þessar aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert