Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir á heimasíðu sinni að ríkisstjórn og seðlabanki verði að ganga í takt til stuðnings krónunni næstu vikur, mánuði og jafnvel ár. Undan því geti ábyrg stjórnvöld ekki vikið sér, þótt ýmsir telji grasið grænna í túnfæti annarra mynta.

„Krónuvinafélagið sýnist ekki fjölmennt um þessar mundir, en annað hvort leggja menn sig fram um að styrkja krónuna á þessari ögurstundu eða þeir ákveða að leggja upp laupana og bíða þess, sem verða vill," segir Björn.

Hann segir að til að sigrast á vanda verði menn að treysta sér til að horfast í augu við hann. „Sameiginleg niðurstaða íslenskra stjórnvalda og IMF fól meðal annars í sér, að stýrivextir voru hækkaðir hér um 50% úr 12% í 18%."

Heimasíða Björns Bjarnasonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert