Starfsmenn dragi úr vinnu um helming

Starfsmenn ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar hafa verið beðnir um að lækka vinnuhlutfall sitt um 50% á næstu mánuðum.

Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði við útvarpið að nóvember og desember væru rólegir mánuðir og hægt yrði að reka fyrirtækið miðað við 50% vinnuframlag en starfsmenn eru um 70.

Þorsteinn sagði, að mikill skilningur ríkti meðal starfsmanna á þessum aðgerðum, sem væru vissulega erfiðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert