Um þúsund mótmælendur

Gangan er nú komin á Austurvöll og útifundur stendur yfir
Gangan er nú komin á Austurvöll og útifundur stendur yfir mbl.is/Golli

Útifundur stendur nú yfir á Austurvelli, en mótmælendur eru líklega í kringum eitt þúsund talsins. Hörður Torfason ávarpaði lýðinn fyrir skemmstu og hvatti fólk til þess að mæta á Austurvöll á hverjum laugardegi héðan í frá, lýsa óánægju sinni og öskra, þar til mannabreytingar verða í ríkisstjórn og í Seðlabanka.

Nú rétt í þessu var Sturla Jónsson vörubílstjóri, sem gert hefur garðinn frægan í mótmælum á þessu ári, að stíga í pontu.

Mótmælin hófust á Hlemmi fyrir rúmri klukkustund síðan, þaðan sem nokkrir tugir manna gengu. Smám saman bættist í hópinn eftir því sem neðar dró og voru mótmælendur líklega um þúsund talsins þegar komið var niður á Austurvöll.

Fjórir vörubílar fóru í fararbroddi og þeyttu lúðra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert