Vestanáttir bera hafís í átt að Vestfjörðum

Hafísröndin hefur verið að færast nær landinu undanfarna daga. Hvöss vestlæg átt hefur ríkt fyrir vestan land og hefur hún ýtt ísnum nær landi.

Meðfylgandi gervitunglamynd var tekin á Grænlandssundi um hádegisbil á fimmtudaginn og hún sýnir ísinn í rúmlega 70 sjómílna fjarlægð frá Barða. Gervitunglamynd sem tekin var 26. október sýndi hafísröndina enn fjær landi.

Hvöss vestlæg átt mun ríkja næstu daga og hrekja ísjaðarinn nær landi. Veðurstofan beinir þeim tilmælum til sjófarenda að fara að öllu með gát.

Fram kemur á heimasíðu Veðurstofunnar, að gervihnattamyndin hér að ofan gefi hugmynd um hafísröndina en staka jaka og rastir getur verið að finna fyrir utan þá hafísrönd, sem teiknuð er inn á myndina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert