Yfirdráttarvextir hækka

Hækkanir á óverðtryggðum vöxtum inn- og útlána tóku gildi hjá Glitni og Nýja Kaupþingi í gær. Hækkanirnar eru gerðar í beinu framhaldi af stýrivaxtahækkun Seðlabankans um 6 prósentustig, í 18 prósentustig.

Yfirdráttarvextir einstaklinga eru nú 28% hjá Glitni en 24,7% í Nýja
Kaupþingi og hækka um 3%. Þar gildir sama hækkun um vexti á óverðtryggðum veltureikningum, en vextir á óverðtryggðum sparnaðar
reikningum hækka um 6% hjá Nýja Kaupþingi. Vaxtatafla Nýja Lands
bankans er enn óbreytt frá 21. okóber sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert