Bjargaði hreindýri úr gjótu

Hreindýrið féll í gjótu.
Hreindýrið féll í gjótu.

Rjúpnaskyttan Hreggviður Friðbergsson gekk fram á hreindýr í sveitinni utan við Eskifjörð, sem hafði fallið í gjótu. Að sögn Hreggviðs hefði hann sennilega labbað fram hjá ef dýrið hefði ekki teygt höfuðið upp þegar hann gekk hjá. Hreggviður kallaði til hreindýraeftirlitsmanninn Andrés Elísson frá Eskifirði sem fékk björgunarsveitina Brimrúnu til að hjálpa til við að ná dýrinu upp.

Að sögn Andrésar gekk vel að koma dýrinu til hjálpar og virtist því ekki hafa orðið meint af verunni í gjótunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert