Leitað að rjúpnaskyttu

Björgunarsveitir frá Borgarnesi, Akranesi, Varmalandi og Reykholti hafa verið kallaðar út til að leita að rjúpnaskyttu við Beilárheiði við Langávatn á Mýrum. Maðurinn var í talstöðvarsambandi til að byrja með og gat því látið vita af sér en datt fljótlega út og var flöktandi eftir það.

Maðurinn var við veiðar ásamt félaga sínum en skilaði sér ekki í bíl þeirra á tilsettum tíma seinnipartinn í dag. Lögreglan segist búast við að málið leysist farsællega á næstu klukkustundum en maðurinn er ekki slasaður heldur aðeins villtur.

Í dag villtust fjórar skyttur inn á Botnsheiði upp af Botnsdal í Hvalfirði. Þær voru vel búnar og rötuðu til byggða eftir leiðbeiningar frá björgunarsveitum. Að sögn lögreglunnar var aldrei nein hætta á ferðum þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert