Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt og voru allar fangageymslur fullar í morgun. „Það var fyllerí á öllu svæðinu, allt frá Reykjavík til Hafnarfjarðar," sagði varðstjóri hjá lögreglunni.
Tvær minniháttar líkamsárásir voru kærðar til lögreglu, önnur í Reykjavík og hin í Kópavogi. Þá var ekið á tvo gangandi vegfarendur, annan við Þjóðleikhúsið og hinn við Laugaveg á móts við Höfðatún. Þeir sem fyrir bílunum urðu meiddust ekki alvarlega.
Þá voru nokkrir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur.