Réðu niðurlögum eldsins

Slökkvilið í bátasmiðjunni í kvöld.
Slökkvilið í bátasmiðjunni í kvöld. mbl.is/Golli

Slökkviliði hefur tekist að ráða niðurlögum elds sem logaði glatt í tveimur hraðbátum í Bátasmiðju Guðmundar við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Er nú unnið að frágangi en að sögn slökkviliðsins er um töluvert tjón að ræða. Upptök eldsins eru ókunn en grunur leikur á að kveikt hafi verið í bátunum, sem líklega eru ónýtir.

Þá skemmdist nálæg bifreið vegna hitans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert