Samfylking afneitar Davíð

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri.

Ráðherr­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lögðu fram bók­un á rík­is­stjórn­ar­fundi þar sem þeir segja Davíð Odds­son, formann stjórn­ar Seðlabank­ans, al­farið starfa í umboði Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

Sig­urður Lín­dal, laga­pró­fess­or, seg­ir við blaðið að bók­un sem þessi sé afar sér­stök og beri vitni um al­var­leg­an ágrein­ing. Þegar slík­ur ágrein­ing­ur sé uppi sé und­ar­legt að fólk sætti sig við slíka stöðu án þess að krefjast breyt­inga.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra sagði í viðtali við Morg­un­blaðið i gær, að það hafi skaðað orðspor Íslend­inga er­lend­is hvernig haldið hafi verið á umræðunni af hálfu Davíðs Odds­son­ar, for­manns banka­stjórn­ar Seðlabank­ans.

„Lát­um nú vera hvernig kaup­in ger­ast á eyr­inni hér inn­an­lands en þegar þetta er farið að hafa áhrif utan land­stein­anna í þeirri aðstöðu sem við erum í núna þá er ábyrgðar­hluti að láta mál­in halda áfram í þess­um far­vegi,“ sagði Ingi­björg Sól­rún.

Hún sagði að ýms­ar aðgerðir og yf­ir­lýs­ing­ar stjórn­ar Seðlabank­ans á síðustu dög­um og vik­um orki mjög tví­mæl­is. „Í þeirri viðkvæmu stöðu sem þjóðin er í núna get­ur það ekki gengið til lengd­ar.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert