Vill að kosið verði í vor

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/RAX

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, sagði í Silfri Eg­ils í sjón­varp­inu í dag, að óumflýj­an­leg­ur hluti af því að tak­ast á við það sem framund­an sé í þjóðfé­lag­inu sé að kjósa á ný til Alþing­is um leið og aðstæður leyfa.
Sagðist hann vona, að for­send­ur hafi skap­ast fyr­ir því í mars eða apríl að hægt verði að boða til kosn­inga.

Stein­grím­ur sagðist ekki vera til­bú­inn til að taka þátt í að mynda nýja rík­is­stjórn með Sjálf­stæðis­flokki eða öðrum flokk­um ef það slitnaði upp úr nú­ver­andi stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar á næst­unni. Hugs­an­legt væri þó, ef slík staða kæmi upp, að VG tæki þátt í bráðabirgðastjórn sem starfaði fram að kosn­ing­um.

Skoðanakann­an­ir, sem birt­ar hafa verið síðustu daga, benda til þess að VG njóti nú næst mest fylg­is ís­lenskra stjórn­mála­flokka á eft­ir Sam­fylk­ing­unni.

Stein­grím­ur sagðist vilja, að hér yrði byggt upp blandað hag­kerfi í nor­ræn­um anda þar sem ríkið sér um vel­ferðarþjón­ust­una og tryggi innviði sam­fé­lags­ins en markaður­inn sjái um til­tek­in verk­efni sam­kvæmt skýr­um regl­um.´

Þá sagðist Stein­grím­ur leggja áherslu á að kon­ur yrðu að vera full­gild­ir þátt­tek­end­ur í upp­bygg­ingu nýja Íslands.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka