Afbrigðileg fasteignaviðskipti

Hestar, sumarhús, frímerkjasafn, byssur, gömul hlutabréf eru meðal þess sem reynt er að nota í fasteignaviðskiptum þessa dagana. Það eru nær engin hefðbundin viðskipti með fasteignir, segir Grétar Jónasson framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Hann segir erfitt að átta sig á raunverulegu verði á fasteignum þegar markaðurinn sé mestan part drifinn áfram með vöruskiptum. Hann vonast eftir aðgerðum stjórnvalda, Íbúðalánasjóðs og Lífeyrissjóða til að húsnæði hrynji ekki í verði um allt að helming eins og sumir eru farnir að spá.

Fasteignaviðskipti hafa því tekið miklum breytingum frá því að þau náðu hæstu hæðum í góðærinu. Þá störfuðu um tvöhundruð og áttatíu fasteignasalar og sjöhundruð sölumenn við fasteignasölu

Nú hafa um fjögurhundruð sölumenn horfið úr starfi og þrjátíu fasteignasalar. Aðrir bíða og sjá hvað setur. Margir hagfræðingar spá að fasteignaverð geti hrunið um að allt að helming með hræðilegum afleiðingum fyrir skuldug heimili.

Grétar Jónasson segir útlitið vissulega mjög svart en það geti líka breyst til hins betra á örskömmum tíma. Hann segir að stjórnvöld megi ekki láta það gerast að heimilin glati öllu sínu. Það þurfi að hleypa lífi í markaðinn meðal annars, með því að fella alveg niður stimpilgjöld og  hækka hámarkslán íbúðalánasjóðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert