BT verslanir í gjaldþrotaskipti

BT
BT

Óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á BT verslunum ehf. í dag. Vonast er til að hægt sé að koma BT aftur í rekstur en ljóst að verslanir BT verða lokaðar enn um sinn. Hjá félaginu starfa 50 manns.

Meðfylgjandi er tilkynning frá félaginu:

„Á undanförnum dögum og vikum hefur verið róið að því öllum árum að tryggja áframhaldandi rekstur BT í óbreyttri mynd en án árangurs. Óskað var eftir gjaldþrotaskiptum í dag, mánudag.

Vonir standa til að hægt sé að koma BT aftur í rekstur og hafa viðræður verið í gangi um slíkt. Fyrir liggur undirritað kauptilboð í rekstur BT verslana sem þó er háð samþykki skiptastjóra.

Ljóst er að verslanir BT verða lokaðar enn um sinn meðan niðurstaða fæst í fyrirliggjandi kauptilboð.

Hjá BT starfa um 50 starfsmenn í 30 stöðugildum. Starfsmannafundur var haldinn í kvöld og þar fengu starfsmenn upplýsingar um stöðuna ásamt aðstoð við að tryggja réttindi sín.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert