Ekki áhugi á sameiningu Fréttablaðs við Árvakur

Starfsmenn Árvakurs
Starfsmenn Árvakurs mbl.is

Eft­ir að 365 samþykkti á fundi sín­um síðdeg­is í fyrra­dag, að sér­stakt fé­lag í eigu Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar keypti út úr 365 fjöl­miðlahluta fé­lags­ins, þ.e. Stöð 2, Stöð 2 Sport, Bylgj­una og Frétta­blaðið, er ekki leng­ur áhugi fyr­ir hendi hjá aðal­eig­end­um 365 að standa við samn­ing­inn um að Frétta­blaðið sam­ein­ist Árvakri, út­gáfu­fé­lagi Morg­un­blaðsins, og 365 eign­ist þar með 36,5% í Árvakri.

Fé­lagið, Rauðsól, býður 1,5 millj­arða króna í fjöl­miðlahlut­ann, ásamt yf­ir­töku á ákveðnum hluta á skuld­um 365. Ari Edwald for­stjóri 365 seg­ir að kaup­verðið sé sam­tals 5,9 millj­arðar króna. Lands­bank­inn hef­ur enn ekki staðfest kaup­samn­ing­inn.  

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins verða þesss­ir 1,5 millj­arðar króna notaðir til þess að greiða upp skulda­bréfa­flokk sem er á gjald­daga nú á miðviku­dag, þann 5. nóv­em­ber. Nýtt hluta­fé, 1,5 millj­arðar króna, í reiðufé kæmi inn í fé­lagið, sem yrði nýtt til þess að greiða niður skuld­ir 365. Glitn­ir, líf­eyr­is­sjóðir og fleiri eiga skulda­bréfa­flokk­inn, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Stjórn 365 samþykkti til­boðið með öll­um greidd­um at­kvæðum nema einu en Árni Hauks­son greiddi at­kvæði gegn til­lög­unni og sagði sig úr stjórn 365 í kjöl­farið. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins beind­ist aðal­gagn­rýni Árna Hauks­son­ar, fyrr­ver­andi stjórn­ar­manns, að því að Jón Ásgeir hygðist með þeirri til­lögu sem Ein­ar Þór Sverris­son lögmaður bar upp á stjórn­ar­fund­in­um taka út úr fé­lag­inu kjarn­a­starf­sem­ina og skilja von­litl­ar ein­ing­ar og mikl­ar skuld­ir eft­ir í 365.

Ari kvaðst ekki telja að þessi upp­skipti hjá 365 hefðu nein áhrif á þann samn­ing sem kom­inn er á milli Árvak­urs og 365 vegna sam­ein­ing­ar Frétta­blaðsins og Póst­húss­ins við Árvak­ur.

Sam­kvæmt heim­ild­um frá 365 er þar lít­ill vilji fyr­ir hendi að láta samn­ing­inn við Árvak­ur standa. 365 munu vilja kanna hvort ekki verði hægt að ná fram þeirri hagræðingu sem fæl­ist í því að sam­nýta prent­un og dreif­ingu, en áhug­inn á eign­ar­hlut í Árvakri mun ekki leng­ur vera fyr­ir hendi.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að heild­ar­skuld­ir 365 hafi numið um 11 millj­örðum króna, þar af um 5,2 millj­örðum króna í Lands­bank­an­um.

Til­kynnt var 10. októ­ber um sam­ein­ingu Árvak­urs, Frétta­blaðsins og Póst­húss­ins. Sam­kvæmt samn­ingn­um kom 365 hf. inn í hlut­hafa­hóp Árvak­urs með 36,5% hlut. Samrun­inn var háður samþykki hlut­hafa­funda fé­lag­anna og Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sem ligg­ur ekki fyr­ir enn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert