Engar niðurfellingar hjá Landsbanka

mbl.is/hag

Lands­banki Íslands hf., þ.e. gamli Lands­bank­inn, lánaði starfs­mönn­um ekki fé til hluta­bréfa­kaupa í bank­an­um sem hluta af starfs­kjör­um. Því hef­ur ekki verið um nein­ar slík­ar niður­fell­ing­ar skulda starfs­manna eða fé­laga þeirra að ræða hjá bank­an­um, eft­ir því sem fram kem­ur í til­kynn­ingu frá nýja Lands­bank­an­um.

Til­kynn­ing­in er send vegna frétta af niður­fell­ingu krafna eða trygg­inga vegna lán­veit­inga til starfs­manna bank­anna en í dag hef­ur tölvu­póst­ur gengið á milli manna um að skuld­ir starfs­manna bank­anna hafi verið felld­ar niður.


Til­kynn­ing Lands­bank­ans 3. nóv­em­ber 2008

Til þess er málið varðar:

Í til­efni frétta af niður­fell­ingu krafna eða trygg­inga vegna lán­veit­inga til starfs­manna bank­anna vill Lands­bank­inn taka fram að Lands­banki Íslands hf. veitti starfs­mönn­um ekki lán fyr­ir hluta­bréfa­kaup­um í bank­an­um sem hluta af starfs­kjör­um. Því hef­ur ekki verið um nein­ar slík­ar niður­fell­ing­ar skulda starfs­manna eða fé­laga þeirra að ræða hjá bank­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert