Engar niðurfellingar hjá Landsbanka

mbl.is/hag

Landsbanki Íslands hf., þ.e. gamli Landsbankinn, lánaði starfsmönnum ekki fé til hlutabréfakaupa í bankanum sem hluta af starfskjörum. Því hefur ekki verið um neinar slíkar niðurfellingar skulda starfsmanna eða félaga þeirra að ræða hjá bankanum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá nýja Landsbankanum.

Tilkynningin er send vegna frétta af niðurfellingu krafna eða trygginga vegna lánveitinga til starfsmanna bankanna en í dag hefur tölvupóstur gengið á milli manna um að skuldir starfsmanna bankanna hafi verið felldar niður.


Tilkynning Landsbankans 3. nóvember 2008

Til þess er málið varðar:

Í tilefni frétta af niðurfellingu krafna eða trygginga vegna lánveitinga til starfsmanna bankanna vill Landsbankinn taka fram að Landsbanki Íslands hf. veitti starfsmönnum ekki lán fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sem hluta af starfskjörum. Því hefur ekki verið um neinar slíkar niðurfellingar skulda starfsmanna eða félaga þeirra að ræða hjá bankanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert