Frá og með deginum í dag hefur sjónvarpsútsendingu hádegisfrétta Stöðvar 2 verið hætt. Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2, segir þjóðfélagslegar ástæður liggja að baki ákvörðuninni. Fréttirnar verða áfram sendar út í hádeginu á Bylgjunni.
„Þessi ákvörðun hefur verið tekin. Hún stendur meðan hún stendur,“ segir Óskar Hrafn. Hugsanlega skapist aðstæður síðar meir til þess að senda fréttirnar út að nýju í sjónvarpi.
Hádegisfréttatíminn styttist ekki við þessa breytingu, að sögn Óskars.