Daði Halldórsson hefur verið búsettur í Danmörku í tæp 10 ár. Í dag birtist grein eftir hann í Berlingske Tidende sem ber heitið „Hjælp, jeg er islænding“ (Hjálp, ég er Íslendingur) þar sem hann dregur upp samband Íslendinga og Dana og reynslu sína af því að vera Íslendingur í Danaveldi.
Hægt er að skoða grein Daða, sem er með B.A.-gráðu í sagnfræði og M.A.- gráður í markaðssamskiptum, með því að smella á tengilinn hér að neðan.