Norsk króna ekki í umræðunni

Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki óskað eftir því að taka upp norska krónu og hann fái því ekki séð að mikil alvara liggi að baki slíkum hugmyndum. Íslendingar hafi ekki mikil viðskipti við Noreg og það geti auðvitað dregið úr áhuganum. Norðmenn hafi ekki eytt miklum tíma í að hugleiða þetta og sjálfur treysti hann sér ekki til að taka afstöðu til þess að óyfirveguðu máli.

Hann segir stjórnvöld hafi látið í ljós ósk um að fá hjálp til að koma fótunum undir íslensku krónuna og Norðmenn hafi ákveðið að leggja sitt að mörkum.

Hann var spurður um hvort ekki væri best að Noregur og Ísland færu samhliða inn í Evrópubandalagið. Hann svaraði því til að Norðmenn væru ekki vera á leið í Evrópusambandið á þessum tímapunkti þótt umræðan um aðild að Evrópusambandinu væri mikið hitamál á Íslandi.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert