Samningur 365 og Árvakurs stendur

mbl.is/Sverrir

Ari Edwald forstjóri 365 segir að engin stefnubreyting hafi orðið af hálfu 365 varðandi það samkomulag sem gert hafi verið um að Fréttablaðið renni inn í Árvakur og 365 eignist hlut í félaginu.

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag segir að aðaleigendur 365 hafi ekki lengur áhuga á að standa við samninginn um að Fréttablaðið sameinist Árvakri. Þetta hafi orðið ljóst eftir að Rauðsól, félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, keypti fjölmiðlahluta 365 út úr félaginu um helgina.

Ari Edwald segir í samtali við visir.is að það sé mjög mikilvægt fyrir rekstur félaganna að samruninn nái fram að ganga. Hann bendir þó á að samkomulagið sé háð hluthafafundi og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, tekur í sama streng. Hann segir að sú hugmynd hafi ekki verið rædd að samrunanum yrði rift.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert