Skotlandsmálaráðherra fundar með Geir og Össuri

James Murphy,  Skotlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar,  er staddur á landinu í vinnuheimsókn að eigin ósk. Hann mun eiga fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra og Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra fyrir hádegi í dag. Ekki liggur fyrir hvert fundarefnið verður.

Murphy kom til landsins í gær og fer af landi brott síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert