Ungur drengur á batavegi eftir slys

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.

Ungur drengur, sem slasaðist alvarlega í Svínadal í Reyðarfirði á laugardag þegar hann féll 8-10 metra fram af klettabrún niður í grjótbeð, er kominn úr öndunarvél og er á batavegi að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Drengurinn, sem er um 10 ára gamall, var á rjúpnaveiðum með föður sínum. Björgunarsveitin Ársól fór á staðinn og sótti drenginn, sem var með takmarkaða meðvitund, og kom honum í sjúkrabíl. Farið var með hann til Egilsstaða og þaðan var hann sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert