Vilja hefja aðildarviðræður

Skrifstofur Framsóknarflokksins við Hverfisgötu.
Skrifstofur Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. mbl.is/Ómar

Kjördæmisþing framsóknarmanna í suðvesturkjördæmi ályktaði með þorra greiddra atkvæða í kvöld að hefja skuli viðræður um aðild að Evrópusambandinu og um upptöku evru, að sögn Sigfúsar I. Sigfússonar, framkvæmdastjóra flokksins.

Yfir 100 manns sóttu þingið en fyrr um kvöldið greiddu 98 atkvæði í kosningu til miðstjórnar flokksins. Kosið var um sextán kjördæmissæti.

Að sögn Sigfúsar var bekkurinn þétt setinn en þingið fór fram í hátíðasal íþróttahússins á Álftanesi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert