Alvarleg umferðarslys vegna lélegs ástands ökutækja

Brynjar Gauti

Að jafnaði eru u.þ.b. 20 þúsund öku­tæki í um­ferð sem ekki hafa verið færð til skoðunar á til­skild­um tíma og í ein­hverj­um til­fell­um eru á ferð öku­tæki sem segja má að séu stór­hættu­leg vegna ástands þeirra. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Um­ferðar­stofu hafa orðið al­var­leg um­ferðarslys sem rekja má til ástands öku­tækja. Til að stemma stigu við þessa þróun voru samþykkt á Alþingi breyt­ing­ar á um­ferðarlög­um sem öðluðust gildi 1. októ­ber s.l.

„Með breyt­ing­um á lög­un­um eru boðaðar rót­tæk­ar breyt­ing­ar sem munu vænt­an­lega leiða til fækk­un­ar á óskoðuðum öku­tækj­um í um­ferð. Sam­kvæmt viðbót við 67. gr. um­ferðarlaga skal setja á gjald sem renn­ur í rík­is­sjóð að fjár­hæð 15.000 kr. sem eig­andi eða umráðamaður öku­tæk­is skal greiða við al­menna skoðun og end­ur­skoðun hafi öku­tæki ekki verið fært til skoðunar á rétt­um tíma.

Heim­ilt er að lækka gjaldið um allt að 50% verði það greitt inn­an til­tek­ins frests eft­ir að það er lagt á. Einnig má hækka gjaldið um allt að 100% verði það ekki greitt við al­menna skoðun eða end­ur­skoðun, sé þess kraf­ist. Gjaldið get­ur að há­marki orðið 30.000 kr. Umráðamenn öku­tækja hafa tvo mánuði upp á að hlaupa frá til­greind­um skoðun­ar­mánuði áður en gjaldið er lagt á," sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Um­ferðar­stofu.

Eins og fram hef­ur komið tóku lög­in gildi 1. októ­ber en áhrifa þeirra mun ekki gæta fyrr en 1. janú­ar á næsta ári. Þá munu eig­end­ur og for­ráðamenn öku­tækja sem hafa van­rækt það að færa öku­tæki sín til skoðunar í októ­ber 2008 þurfa að greiða fyrr­nefnt gjald.

Jafn­framt er í smíðum reglu­gerð sem sam­gönguráðherra set­ur um skoðun öku­tækja en þar er gert ráð fyr­ir að skoðun­artíðni öku­tækja sé breytt til sam­ræm­is við til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins. Sú til­skip­un kveður á um það að nýir fólks­bíl­ar skuli skoðaðir á fjórða ári og síðan á tveggja ára fresti upp frá því. Einnig er gert ráð fyr­ir því að hjól­hýsi og tjald­vagn­ar verði skoðun­ar­skyld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert