Bankastjórar og bankaráð víki

Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, vill að bankastjórar og bankaráð Seðlabankans víki sæti. Þetta kemur fram í grein, sem hún ritar í Morgunblaðið í dag.

„Ég hef ætíð haft þá skoðun að fyrrverandi stjórnmálamenn ætti ekki að skipa í stjórnir ríkisfyrirtækja. Nú ríkir hvorki traust né trúnaður gagnvart seðlabankastjórum og bankaráði Seðlabankans og þess vegna ættu allir þeir er þar sitja að víkja sæti svo hægt yrði að byggja upp traust og trúnað á ný og samhliða á að breyta lögum um Seðlabanka Íslands, stjórnskipulag bankans, stöðu og markmið,“ segir Ragnheiður meðal annars í grein sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert