Birtíngur rýfur Baugstengslin

Tímarit Birtíngs.
Tímarit Birtíngs. Ómar Óskarsson

Nýr aðaleigandi að Útgáfufélaginu Birtíngi ehf. verður kynntur á morgun. Stoðir Invest, núverandi aðaleigandi, verður ekki meðal hluthafa útgáfunnar og verða eignatengsl Baugs og fjölmiðla Birtíngs þar með rofin. Þetta kemur fram á dv.is.

Birtíngur gefur út dagblaðið DV, fréttavefinn dv.is og 11 tímarit, t.d. Mannlíf, Vikuna, Séð og Heyrt, Nýtt Líf, Hús og híbýli og Gestgjafann. Minnihlutaeigendur í Birtíngi eru Elín G. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs, og ritstjórar DV, Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka