Bogi Nilsson hættir skýrslugerð

Bogi Nils­son, fyrr­ver­andi rík­is­sak­sókn­ari, sendi fyrr í kvöld frá sér til­kynn­ingu þess efn­is að hann hygðist hætta við það verk­efni að stýra gerð skýrslu um starf­semi Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaupþings, þar sem sér finn­ist hann ekki leng­ur njóta nægi­legs al­menns trausts til að sinna því. 

Valtýr Sig­urðsson rík­is­sak­sókn­ari fór þess á leit við Boga um miðjan síðasta mánuð að hann stýrði gerð slíkr­ar skýrslu og féllst Bogi á það. Var mark­miðið einkum að skoða starf­semi viðskipta­bank­anna þriggja síðustu mánuði áður en bank­arn­ir sigldu í þrot og kanna hvort eitt­hvað í starf­semi bank­anna gefi til­efni til lög­reglu­rann­sókn­ar.

Í til­kynn­ingu sem Bogi sendi frá sér fyrr í kvöld og lesa má í heild sinni hér að neðan kem­ur fram að nokk­urri gag­nöfl­un í mál­inu sem og und­ir­bún­ings­vinnu sé þegar lokið. Í fram­haldi grein­ir Bogi frá til­lög­um sín­um til rík­is­sak­sókn­ara um hvernig hann taldi rétt að standa að at­hug­un á starf­semi bank­anna. 

„Þótt ekki liggi fyr­ir bein­ar eða skýr­ar grun­semd­ir um að refsi­verð lög­brot hafi verið fram­in í starf­semi bank­anna er rétt­læt­an­legt og jafn­vel sjálfsagt, þótt óvenju­legt sé, að rík­is­sak­sókn­ari efni til slíkr­ar frum­at­hug­un­ar sem æðsti hand­hafi ákæru­valds m.a. vegna þeirra gíf­ur­legu fjár­muna sem glat­ast hafa og hörmu­legra af­leiðinga banka­hruns­ins fyr­ir land og þjóð,“ seg­ir m.a. í bréfi Boga og áfram held­ur hann: 

„Um­fang tjóns­ins, eitt út af fyr­ir sig, vek­ur grun­semd­ir um að refsi­verð lög­brot hafi verið fram­in í starf­semi bank­anna.  Þá hafa komið fram vís­bend­ing­ar um marg­vís­leg kross eigna-og eig­enda tengsl hjá bönk­un­um og helstu viðskipta­vin­um þeirra, sem ástæða er til að kanna ræki­lega.  Kvitt­ur er um sitt­hvað mis­jafnt varðandi pen­inga­markaðssjóði bank­anna; um óeðli­leg lán til stjórn­enda þeirra og um grun­sam­leg­ar ráðstaf­an­ir og fjár­magns­flutn­inga skömmu fyr­ir hrunið svo eitt­hvað sé nefnt. 
   

Ljóst er að ákæru­valdið hef­ur ekki á að skipa starfs­mönn­um sem geta innt af hendi þá sér­fræðilegu at­hug­un sem nauðsyn­lega þarf að fram­kvæma á þess veg­um í bönk­un­um.  Þá verður að hafa í huga að flest eða öll stærstu end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæki lands­ins hafa með ein­um eða öðrum hætti tengst eft­ir­liti og end­ur­skoðun á ís­lensku bönk­un­um eða helstu viðskipta­vin­um þeirra. Loks hafa marg­ir ís­lensk­ir hag­fræðing­ar og aðrir sér­fræðing­ar á sviði banka­mála tjáð sig um banka­hrunið í fjöl­miðlum. Í raun eru ör­fá­ir ef nokkr­ir hér á landi sem búa yfir sér­fræðiþekk­ingu til að sinna ná­kvæmri  út­tekt á starf­semi bank­anna síðustu mánuðina og geta um leið tal­ist óvil­hall­ir og trú­verðugir í því starfi,“ skrif­ar Bogi og bend­ir á að hann hafi ít­rekað í bréf­um til rík­is­sak­sókn­ara bent á nauðsyn þess að leita til er­lendra óháðra sér­fræðinga sem fram­kvæmi út­tekt á starf­semi bank­anna, úti­búa þeirra og fyr­ir­tækja í þeirra eigu, til­færslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starf­sem­inn­ar fyr­ir grun þeirra.   
 




mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert