Danir senda F-16 vélar til Ísland

F-16 orrustuflugvél.
F-16 orrustuflugvél. mbl.is/Þorgeir

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti á vikulegum blaðamannafundi sínum í Kaupmannahöfn í dag að Danir muni senda fjórar F-16 orrustuflugvélar til Íslands á næsta ári til loftrýmiseftirlits.

Danir taka með þessu þátt í áætlun NATO um eftirlit með loftrými Íslands. Að sögn Ritzau fréttastofunnar munu Danir sjá um eftirlitið í þrjár vikur á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

NATO samþykkti loftrýmisgæsluna í júlí 2007 í kjölfar óska Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, sem setti beiðnina fram eftir brotthvarf bandaríska varnarliðsins. Eftirlitið fer fram samkvæmt ákvörðun NATO og á að vera ársfjórðungslega.

Til stendur að Bretar sjái um loftrýmiseftirlit undir lok þessa árs. Hins vegar hefur verið til skoðunar í utanríkisráðuneytinu hvort hverfa eigi frá beiðni um loftrýmiseftirlit í sparnaðarskyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert