Einn maður á alla miðla

Við blasir að einn maður öðlist yfirráð yfir næstum öllum fjölmiðlum landsins að Ríkisútvarpinu undanskildu og svo virðist sem ríkisbanki hafi átt frumkvæði að þeim gjörningi. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, í utandagskrárumræðum um fjölmiðla á Alþingi í dag og vísaði til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Tók hún undir með málshefjandanum Guðna Ágústssyni, sem hafði þungar áhyggjur af stöðunni. Vidi Guðni að kaup Rauðsólar á fjölmiðum 365 verði stöðvuð af stjórnvöldum. 


Þorgerður sagði mikilvægt að sem mest gegnsæi sé í öllum ákvörðunum  bankakerfisins. Ekki megi vakna spurningar um að ákveðnum einstaklingum eða fyrirtækjum sé hyglað á kostnað annarra. Stjórn og stjórnendur Landsbankans verði að skýra hvað þarna búi að baki.
Þá lagði hún áherslu á að starfshópur fari yfir fjölmiðlamarkaðinn, meðal annars m.t.t. samþjöppunar og hlutdeildar Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert