Af hverju er ekki búið að breyta eftirlaunalögunum fyrst Samfylkingin hefur lýst því ítrekað yfir að það eigi að gera? Að þessu spurði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar, á Alþingi í dag og áréttaði að 43 manna þingmeirihluti væri á þingi. Það ætti því að vera hægur leikur að breyta lögunum.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, tók undir með Siv með að breyta þyrfti eftirlaunalögum og sagðist telja það geta gerst fyrir jól. Það væri hins vegar jafnt undir stjórnarandstöðu komið sem stjórn.