Menntamálaráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson. mbl.is/Ómar

Krist­inn H. Gunn­ars­son, þingmaður Frjáls­lynda flokks­ins, seg­ir að mennta­málaráðherra verði að gera ræki­lega grein fyr­ir aðkomu sinni að mál­un­um er varða viðskipta­bank­ana og yf­ir­töku rík­is­ins að þeim og ekki síður meðferð skuld­anna í Kaupþingi. Þá varp­ar hann fram þeirri spurn­ingu hvort ráðherra sé hæf til að fjalla um mál­efni viðskipta­bank­anna.

Krist­inn lagði fram fyr­ir­spurn til mennta­málaráðherra á Alþingi í dag þar sem hann spyr hvort ráðherra telji „sig hafa fullt og óskorað hæfi til þess að koma að yf­ir­töku rík­is­ins á viðskipta­bönk­un­um þrem­ur og ákvörðunum er varða nýju bank­ana, sér­stak­lega Kaupþing?“

Hann bend­ir á í pistli á heimasíðu sinni að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir mennta­málaráðherra sé ein þeirra sem eigi hlut að þeim óeðli­legu viðskipta­hátt­um í tengsl­um við af­skrift­ir skulda fyrr­ver­andi stjórn­enda hjá Kaupþingi „þar sem eig­inmaður henn­ar er einn þeirra sem keypti hluti í Kaupþingi. Hún hef­ur þegar sagt op­in­ber­lega að allt verði upp­lýst og ekk­ert dregið und­an.

Ég vil skora á hana að gera það nú þegar og upp­lýsa um fjár­hæð láns­ins og skil­mála þess og hve mikið að því verður greitt. Ráðherra í rík­is­stjórn get­ur ekki leynt neinu í þess­um viðskipt­um ef hann vill sitja áfram. Krafa um full­ar upp­lýs­ing­ar fela ekki í sér neina af­stöðu til viðskipt­anna á þessu stigi, hvorki til né frá. Það verður metið þegar upp­lýs­ing­arn­ar og öll máls­at­vik liggja fyrr,“ skrif­ar Krist­inn. Heimasíða Krist­ins.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert