Nýr lóðs- og dráttarbátur bættist í gær í flota Faxaflóahafna. Báturinn mun heita Jötunn en fyrir áttu Faxaflóahafnir Leyni, Magna og Þjót.
Jötunn var smíðaður hjá Damen Shippyards í Hollandi og er að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra, góð og mikilvæg viðbót við þann bátaflota sem er fyrir.
Nýr Jötunn er með 24ra tonna togkrafti og eykur öryggi í möttöku skipa verulega. Formleg nafngift og blessun nýja Jötuns verður næstkomandi föstudag.