Óþolandi að líða fyrir tortryggni

00:00
00:00

 Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir mennta­málaráðherra seg­ir óþolandi að líða fyr­ir tor­tryggn­ina  í sam­fé­lag­inu. Það verði allt að koma upp á borðið.  

Greint hef­ur verið frá því að hóp­ur lyk­il­starfs­manna í Kaupþingi hafi fengið af­skrifaðar skuld­ir vegna hluta­bréfa­kaupa í Kaupþingi. Kristján Ara­son eig­inmaður Þor­gerðar var einn af fram­kvæmda­stjór­um bank­ans.

Þor­gerður Katrín seg­ir  mjög  mis­mun­andi hvernig staðið hafi verið að mál­um varðandi hluta­bréfa­kaup í Kaupþingi. Eng­ar skuld­ir hafi verið felld­ar niður hjá eig­in­manni henn­ar. Þau hafi komið sín­um sparnaði til ára­tuga fyr­ir í öðru fé­lagi fyr­ir löngu síðan.  

Þau hafi treyst því að ís­lenskt fjár­mála­líf og efna­hags­líf myndi standa sig en það hafi því miður ekki gert það. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka