Óþolandi að líða fyrir tortryggni

 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir óþolandi að líða fyrir tortryggnina  í samfélaginu. Það verði allt að koma upp á borðið.  

Greint hefur verið frá því að hópur lykilstarfsmanna í Kaupþingi hafi fengið afskrifaðar skuldir vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi. Kristján Arason eiginmaður Þorgerðar var einn af framkvæmdastjórum bankans.

Þorgerður Katrín segir  mjög  mismunandi hvernig staðið hafi verið að málum varðandi hlutabréfakaup í Kaupþingi. Engar skuldir hafi verið felldar niður hjá eiginmanni hennar. Þau hafi komið sínum sparnaði til áratuga fyrir í öðru félagi fyrir löngu síðan.  

Þau hafi treyst því að íslenskt fjármálalíf og efnahagslíf myndi standa sig en það hafi því miður ekki gert það. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert