Samfylkingin hyggst mæla fyrir yfirgripsmikilli tillögu um nauðsynleg skref fyrir atvinnulíf borgarinnar til að bregðast við alvarlegri stöðu efnahagsmála og hættu á landflótta ungs fólks.
Tillagan gerir ráð fyrir að Reykjavíkurborg hafi forystu tillögugerð á fimm lykilsviðum í samvinnu við ríkisstjórn, ráðuneyti, samningsaðila á vinnumarkaði, háskóla, ungt fólk og frumkvöðla.
Með samþykkt tillögunnar sem ber yfirskriftina, Reykjavík á krossgötum, verði bæði brugðist við bráðavanda og leidd fram ný atvinnustefna til framtíðar í því samráði og samvinnu sem nauðsynleg er. Aðferðarfræðin er m.a. byggð á fyrirmyndum frá Finnlandi sem unnu sig markvisst út úr fjármálakreppu í upphafi tíunda áratugarins, segir í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar.