Rosabaugur Jóns Ásgeirs

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir óhjákvæmilegt að tryggja stöðu Ríkisútvarpsins ef aukin fákeppni verði á fjölmiðlamarkaði. Sú staða blasi við að einn maður geti öðlast yfirráð yfir öllum fjölmiðlum á Íslandi að Ríkisútvarpinu undanskildu.

Banki í eigu ríkisvaldsins, Landsbankinn virtist hafa átt frumkvæði í málinu en stjórnendur hans verði að stíga fram og gera grein fyrir máli sínu og skýra fyrir þjóðinni hvaða hagsmunir liggi þarna að baki. Nauðsynlegt sé að eyða tortryggni. Fyrirtæki eigi að sitja við sama borð gagnvart bönkunum og ekki megi hlunnfara almenning. Hún segir óhjákvæmilegt að Ríkisútvarpið dragi saman seglin líkt og önnur fyrirtæki og staða þess á auglýsingamarkaði verði skoðuð með tillliti til samkeppnisstöðu annarra fjölmiðla. Það sé varhugavert að afhenda einum manni allan auglýsingamarkaðinn á silfurfati.

Þingmenn voru harðorðir í garð fjölmiðlafyrirtækisins Rauðsólar sem var kallað Einokunarvirki og rosabaugur. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins vildi láta afturkalla samruna fyrirtækjanna en skoraði á Björgvin G. Sigurðsson að bregðast við. Það kæmi þó fram í umræðunum að Samfylkingin væri ánægð enda bæri hún rauða sól í barmi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert