Samson í þrot

Samningur um sölu á tæplega helmingshlut ríkisins í Landsbanka Íslands …
Samningur um sölu á tæplega helmingshlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. til Samsonar eignarhaldsfélags ehf. undirritaður á gamlársdag árið 2002. mbl.is/Kristinn

„Þetta er eng­in efn­is­leg ákvörðun. Þeir ein­fald­lega veita ekki umbeðinn frest. Hlut­ur­inn í Lands­bank­an­um var aðal­eign fé­lags­ins og hann hef­ur  verið tek­inn eign­ar­námi. Það voru skuld­ir inni í fé­lag­inu og nú er það kröfu­hafa að fara fram á gjaldþrot,“ seg­ir Ásgeir Friðgeirs­son. Hann er talsmaður Björgólfs Guðmunds­son­ar og Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, sem eiga Sam­son eign­ar­halds­fé­lag. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur synjaði þeim í dag um áfram­hald­andi greiðslu­stöðvun.

Það var þýski bank­inn Comm­erzbank sem fór fram á það við héraðsdóm að kröfu um áfram­hald­andi greiðslu­stöðvun yrði synjað en sam­bankalán Sam­son upp á rúma 23 millj­arða króna var í upp­námi.

Hlut­ur Sam­son eign­ar­halds­fé­lags í Lands­bank­an­um var met­inn á um 90 millj­arða króna þegar ríkið tók bank­ann yfir en eft­ir rík­i­s­væðingu bank­anna var sá hlut­ur nær verðlaus.

„Það er ekki búið að taka ákvörðun um að gefa búið upp til gjaldþrota­skipta og okk­ur er ekki kunn­ugt um að Comm­erzbank­inn hafi óskað eft­ir gjaldþrota­skipt­um,“ seg­ir Ásgeir Friðgeirs­son.

Hann bæt­ir við að niðurstaðan með Sam­son hafi ekki bein áhrif á önn­ur fé­lög í eigu Björgólfs­feðga held­ur fyrst og fremst á þeirra eig­in fjár­hag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert