SÍA vill RÚV áfram á auglýsingamarkaði

Þar sem eitt af hlutverkum aðila innan Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)  er að gæta að hagsmunum viðskiptavina sinna teljum við hæpið að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði miðað við óbreytt ástand og umhverfi á auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.

„Í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur undanfarið í fjölmiðlum um auglýsingamarkaðinn í sjónvarpi vill stjórn Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) koma á framfæri þeirri skoðun að stuðla þurfi að eðlilegri samkeppni á íslenskum auglýsingamarkaði.

Það er hagur og réttur íslenskra neytenda að auglýsendur nái til viðskiptavina sinna með eins góðum og hagkvæmum hætti og kostur er hverju sinni. Þar skiptir máli að auglýsendur geti með nokkurri vissu gefið sér að auglýsingar í sjónvarpi berist til þeirra sem þeim er ætlað, en einnig og ekki síður að næg fjölbreytni ríki á auglýsingamarkaði til að eðlileg samkeppni þrífist. Þannig eru hagsmunir auglýsenda best tryggðir

Þar sem eitt af hlutverkum aðila innan SÍA er að gæta að hagsmunum viðskiptavina sinna teljum við hæpið að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði miðað við óbreytt ástand og umhverfi á auglýsingamarkaði. Um leið vill stjórn SÍA hvetja til þess að ákvarðanir um aðkomu RÚV á auglýsingamarkaði séu teknar með langtímasjónarmið í huga og jafnvel sé horft til nágrannalanda okkar í þeim efnum. SÍA er reiðubúið til að taka þátt í þeirri umræðu enda hagsmunir umbjóðenda sambandsaðila ríkir hvað þetta varðar.

Það er ekki hlutverk SÍA að taka afstöðu til rekstrarforsenda einstakra miðla," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ásgrímur Hartmannsson: RÚV
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert