Norskir þingmenn styðja lán til Íslands

Stórþingið í Ósló.
Stórþingið í Ósló. norden.org/Mikael Risedal

Svo virðist sem breið samstaða sé í norska Stórþing­inu við lán­veit­ingu norska seðlabank­ans til Íslands. Seðlabank­inn hef­ur sett það sem skil­yrði fyr­ir að lána Íslandi 4,25 millj­arða norskra króna til 4-5 ára að því fylgi rík­is­ábyrgð og tals­menn norsku stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna segj­ast reiðubún­ir til að styðja slíka til­lögu.

„Við styðjum þetta að sjálf­sögðu. Blóð er þykk­ara en vatn. Það er breiður stuðning­ur meðal norsku þjóðar­inn­ar að aðstoða Íslend­inga í erfiðri stöðu. Þetta er mikið til­finn­inga­mál," sagði Hans Olav Sy­versen, talsmaður Kristi­lega þjóðarflokks­ins við NTB frétta­stof­una.

„Við mun­um  styðja kröf­una um rík­is­ábyrgð," seg­ir Sy­versen.  Það sama seg­ir Jan Tore Sanner, talsmaður Hægri­flokks­ins. „Við stönd­um fast að baki rík­is­stjórn­ar­inn­ar í þessu máli," seg­ir hann. 

Sanner seg­ist gera sér ljóst, að Norðmenn kunni að tapa því fé, sem Ísland fær að láni en eðli­legt sé að veita bræðraþjóðinni stuðning. Hann legg­ur þó áherslu á að Stórþingið hafi ekki fengið að fylgj­ast með bréfa­skrift­um seðlabanka Nor­egs og Íslands.

Fram­fara­flokk­ur­inn og  Vinstri­flokk­ur­inn hafa einnig gefið til kynna, að Norðmenn eigi að aðstoða Ísland vegna fjár­málakrepp­unn­ar. 

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir við norska fjöl­miðla að hann sé snort­inn yfir þeim stuðningi, sem norska þjóðin hafi veitt Íslend­ing­um. Lán­veit­ing­in frá Nor­egi sé eitt af mik­il­væg­um skref­um í þeirri vinnu, að ná hag­stæðu sam­komu­lagi við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn, sem aft­ur leggi grund­völl að já­kvæðri þróun mála á Íslandi.

Vef­ur­inn e24 hef­ur eft­ir Geir að eng­in ástæða sé til að ótt­ast að þeir fjár­mun­ir, sem Ísland fái lánaða hjá  Norðmönn­um, tap­ist. Auðlind­ir Ísland, jarðhiti og fiski­stofn­arn­ir, séu gjöf­ul­ar og 400 þúsund ferðamenn heim­sæki landið ár­lega. Íslend­ing­um muni án efa tak­ast að end­ur­reisa efna­hags­líf sitt eft­ir að gengið hef­ur verið frá samn­ingn­um við gjald­eyr­is­sjóðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka