Verðlaunuð í ítalskri matreiðslukeppni

Elísa Ólöf Sigurðardóttir er þriðja frá hægri.
Elísa Ólöf Sigurðardóttir er þriðja frá hægri.

Hin íslenska Elísa Ólöf Sigurðardóttir lenti á dögunum í fjórða sæti í matreiðslukeppni sem haldin var í Rivignano í Friulihéraði á Ítalíu en hún var eini áhugamanneskjan í hópi 25 matreiðslumeistara.

Keppnin var skipulögð af Saltfisksamtökum Friulihéraðs (Confraternità Friulana del baccalà) og bar yfirskriftina „Saltfiskur og nýsköpun“. 25 matreiðslumeistarar af veitingastöðum víðs vegar á Ítalíu tóku þátt í keppninni auk Elísu, sem var eini áhugakokkurinn sem tók þátt með fyrrgreindum árangri.

Elísa hefur hefur verið búsett í Friulihéraði í á þriðja áratug og undanfarin ár hefur hún einbeitt sér að aðaláhugamáli sínu - matreiðslu. Á næstunni mun hún standa fyrir matreiðslunámskeiðum á Ítalíu, þar sem hún kennir Ítölum að matreiða íslenskt hráefni í bland við ítalskt og eftir áramót heldur hún matreiðslunámskeið á Íslandi sem ber yfirskriftina „Ítalskur heimilismatur og ítalskur veislumatur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Guðrún Jónína Eiríksdóttir: Flott.
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert