Reglur sem miða að því að stemma stigu við svifryksmengun á Akureyri voru kynntar á fundi bæjarstjórnar í gær. Segir í fréttatilkynningu að svifrykið stafi m.a. af notkun malarefna við hálkuvarnir en í vetur hafi verið gerðar tilraunir með salt og saltblönduð efni í staðin.
Á síðasta ári var rúmlega 400 tonnum af malarefnum dreift á götur Akureyrar með tilheyrandi aukningu á rykmengun. „Sýna mælingar á svifryki við Tryggvagötu að ástandið er alvarlegt og óviðunandi,“ segir í tilkynningunni. „Má til að mynda geta þess að það sem af er árinu 2008 hefur svifryksmengun mælst yfir heilsuverndarmörkum í 32 daga en leyfilegt hámark er 18 dagar og verður 7 dagar árið 2010.“