„Þetta er bara það sem við búum við alla daga,“ segir Jón Bjarni Geirsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Ísafirði, en grjót hrundi úr Óshlíð á bifreið sem ók um veginn með þeim afleiðingum að kona sem ók honum slasaðist lítillega. Grjóthrun á Óshlíðarveg hefur lengi skapað hættu.
Fjarlægja þurfti bifreiðina með kranabíl en hún er mikið skemmd. Konan var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.
Vegagerðin biður fólk um að fara varlega á þessum slóðum þar sem hætt á hruni úr hlíðinni er fyrir hendi.