Farþegi í Herjólfi með amfetamín

Vestmannaferjan Herjólfur
Vestmannaferjan Herjólfur mbl.is

Nokkurt magn fíkniefna fannst við leit á farþega sem kom með skipinu Herjólfi til Vestmannaeyja sl. mánudagskvöld. Fundust 50 g af amfetamíni og um 120 g af íblöndunarefni. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Farþeginn, sem er 18 ára og hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefna, viðurkenndi við yfirheyrslu hjá lögreglunni að eiga efnin og að hafa keypt þau í Reykjavík og ætlað þau til sölu í Vestmannaeyjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka