Farþegi í Herjólfi með amfetamín

Vestmannaferjan Herjólfur
Vestmannaferjan Herjólfur mbl.is

Nokk­urt magn fíkni­efna fannst við leit á farþega sem kom með skip­inu Herjólfi til Vest­manna­eyja sl. mánu­dags­kvöld. Fund­ust 50 g af am­feta­míni og um 120 g af íblönd­un­ar­efni. Þetta kem­ur fram á vef lög­regl­unn­ar.

Farþeg­inn, sem er 18 ára og hef­ur ekki komið við sögu lög­reglu áður vegna fíkni­efna, viður­kenndi við yf­ir­heyrslu hjá lög­regl­unni að eiga efn­in og að hafa keypt þau í Reykja­vík og ætlað þau til sölu í Vest­manna­eyj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert