„Auðvitað eru erfiðir tímar í útgáfumálum en það er algjörlega nauðsynlegt fyrir þjóðina að hafa frjálsa fjölmiðla í landinu, að þetta sé ekki allt ríkisrekið eða í eigu bankanna. Það er nú það sem mér gengur til,“ segir Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður en félag í hans eigu, Austursel ehf., keypti í gær útgáfufélagið Birtíng sem gefur m.a. út DV og ýmis tímarit.
Austursel hefur átt hlut í Birtíngi um nokkurt skeið og segist Hreinn þekkja orðið vel til rekstrarins. Spurður um eignatengsl við Baug svarar Hreinn: „Ég er stjórnarmaður í Baugi þannig að auðvitað hef ég tengsl við Baug. En Birtíngur er annað félag, þar eru engin eignatengsl á milli svo þetta er ekki eitt af Baugsfyrirtækjunum.