Kjör Obama nýtt tækifæri fyrir Bandaríkin

„Kjör Baracks Obam­as hef­ur mikla tákn­ræna þýðingu. Það breyt­ir ásýnd
Banda­ríkj­anna bæði inn­an­lands og utan. Það fel­ur í sér nýtt tæki­færi fyr­ir Banda­rík­in til að verða for­ystu­ríki á sviði lýðræðis og friðar í heim­in­um,“ seg­ir Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra.

Hún seg­ir það ör­ugg­lega eins­dæmi að jafn marg­ar ein­læg­ar ósk­ir eins víða að úr heim­in­um fylgi ný­kjörn­um for­seta. Heim­ur­inn treysti því að hann beiti sér fyr­ir aðgerðum á heimsvísu sem geta linað efna­hagskrepp­una sem nú skek­ur heim­inn og að hann leggi sig fram um að lægja öld­ur átaka, í stað þess að reisa þær, ekki síst í Mið-Aust­ur­lönd­um.

„Fyr­ir okk­ur Íslend­inga opn­ar kjör Obama nýja mögu­leika. Frá brott­hvarfi banda­ríkja­hers frá Íslandi hef­ur það verið verk­efni okk­ar að þróa ný og mik­il­væg tengsl á sviði menn­ing­ar og viðskipta við ná­granna okk­ar í vestri og aðkoma nýs for­seta get­ur haft þar mikla þýðingu,“ seg­ir Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert