Meðallestur á Morgunblaðið var 40,3% á tímabilinu ágúst til október, samkvæmt nýrri rannsókn Capacent Gallup. Er þetta 1,6% aukning frá síðustu mælingu en á tímabilinu maí til júlí var meðallestur á tölublað 38,7%. Lestur á Fréttablaðinu dregst hins vegar saman á milli tímabila um 0,8%. Var 64,8% á tímabilinu maí til júlí en er 64% á tímabilinu ágúst til október.
Ef litið er á tölur yfir eitthvað lesið á tímabilinu ágúst til október mælist Morgunblaðið með 68,9% en Fréttablaðið 88,9%.
Sjá nánar á vef Capacent Gallup